Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar fór fram í gær en þar var kosið í nefndir, stjórnir og ráð ásamt hefðbundinni dagskrá. Samfylking og óháðir höfðu samband við meirihlutann í aðdraganda fundarins og lögðu fram tillögu á fundinum um að Sigurþóra Bergsdóttir myndi gegna embætti formanns fjölskyldunefndar bæjarins, Guðmundur Ari Sigurjónsson myndi vera fulltrúi bæjarins í stjórn strætó og Bjarni Torfi Álfþórsson yrði annar varaforseti bæjarstjórnar. Þetta er fyrirkomulag sem þekkist úr öðrum sveitarfélögum og af þinginu en Sjálfstæðismenn höfnuðu þessum tillögum og taka því öll sæti í stjórnum og skipa alla formenn fagnefnda með 50,1% atkvæða að baki sér.

Samfylkingin og óháðir lögðu einnig fram fyrirspurn um hvenær bærinn hugðist auglýsa eftir æskulýðsfulltrúa sem hefja á störf 1. ágúst samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 27. apríl síðastliðinum. Svör meirihlutans voru að ekki er búið að auglýsa og að vinna ætti áfram með málið svo ekki liggur fyrir hvort að æskulýðsfulltrúi verði ráðinn.

Samfylkingin og óháðir skipuðu öflugt fólk í fagnefndir bæjarins og fengu til liðs við okkur öflugt fagfólk og fulltrúa af framboðsliðsta Framtíðarinnar sem fékk 9,1% í kosningunum en engan fulltrúa í bæjarstjórn og nefndum. Samanlagt fylgi Samfylkingar og óháðra og fulltrúa Framtíðarinnar er því 49,9%.

Tilnefningar Samfylkingar og óháðra í nefndir og ráð eru eftirfarandi:

Bæjarráð
Guðmundur Ari Sigurjónsson 
Vara
Sigurþóra Bergsdóttir

Skólanefnd
Karen María Jónsdóttir
Eva Rún Guðmundsdóttir
Vara
Guðmundur Ari Sigurjónsson
Guðmundur Gunnlaugsson 

Skipulags- og umferðarnefnd
Bjarni Torfi Álfþórsson
Karen María Jónsdóttir
Vara
Guðmundur Ari Sigurjónsson
Stefán Bergmann

Umhverfisnefnd
Stefán Bergmann
Magnea Gylfadóttir
Vara
Karen María Jónsdóttir
Björg Þorsteinsdóttir

Íþrótta- og tómstundanefnd
Guðmundur Gunnlaugsson
Ólafur Finnbogason
Vara
Áslaug Ragnarsdóttir
Magnea Gylfadóttir

Fjölskyldunefnd
Sigurþóra Bergsdóttir
Björg Þorsteinsdóttir
Vara
Árný Hekla Marínósdóttir
Bjarni Torfi Álfþórsson

Menningarnefnd
Stefán Árni Gylfason
Bryndís Kristjánsdóttir
Vara
Halla Helgadóttir
Eva Rún Guðmundsdóttir

Öldungaráð
Guðmundur Ari Sigurjónsson
Vara
Árni Emil Bjarnason

SSH fulltrúarráð
Guðmundur Ari Sigurjónsson
Vara
Sigurþóra Bergsdóttir

SSH svæðisskipulagsráð
Karen María Jónsdóttir
Vara
Bjarni Torfi Álfþórsson

Veitustofnanir
Sigurþóra Bergsdóttir
Bjarni Torfi Álfþórsson
Vara
Garðar Svavar Gíslason
Karen María Jónsdóttir

Eir
Sigurþóra Bergsdóttir
Vara
Bryndís Kristjánsdóttir

Samband íslenskra sveitarfélaga landsfundarfulltrúi
Guðmundur Ari Sigurjónsson
Vara
Sigurþóra Bergsdóttir

Notendaráð fyrir fatlað fólk
Halldóra Jóhannesdóttir Sanko
Vara
Sigurþóra Bergsdóttir

Tillögur og bókanir Samfylkingar og óháðra

Breytingartillaga á skipan í nefndir og stjórnir
Lögð er fram breytingartillaga um að Sigurþóra Bergsdóttir verði skipaður formaður fjölskyldunefndar, að Guðmundur Ari Sigurjónsson verði aðalmaður í stjórn Strætó BS fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar og Bjarni Torfi Álfþórsson verði annar varaforseti bæjarstjórnar.

Samfylking og óháðir hlutu yfir 40% atkvæða í kosningum í vor og Sjálfstæðisflokkur um 50%. Við teljum eðlilegt og í anda aukins samráðs að Samfylking og óháðir fái stærra hlutverk í fagnefndum bæjarins og stjórnum sem bærinn hefur aðkomu að. Það er lýðræðislegt og myndi auka á samhljóm og samstarf milli fylkinga í bæjarstjórn að Sjálfstæðisflokkurinn fari ekki með formennsku í öllum nefndum og öll sætin í stjórnum byggðasamlaga með aðeins helming atkvæða á baki sér. 

Bókun Samfylkingar og óháðra vegna skipan í nefndir og stjórnir
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og óháðra harma að ekki hafi verið vilji til að formfesta tillögur minnihlutans um aukið samtal og þar með virkara lýðræði. Skipan fulltrúa minnihluta í formennsku nefnda og ráða er fyrirkomulag sem tíðkast víða. Við kosningu forseta borgarstjórar í Reykjavíkurborg voru í gær m.a. voru fulltrúar minnihlutans kosnir sem varaforsetar þ.e. Fulltrúi Vinstri grænna til annars varaforseta og fulltrúi Sjálfstæðisflokks til fjórða varaforseta. Þá má einnig vísa til skipan formanna nefnda á Alþingi í þessu samhengi þar sem lengi hefur tíðkast að minnihlutinn gegni formennsku í nefndum. 

Fyrirspurn vegna ráðningu æskulýðsfulltrúa

Á 945. fundi bæjarstjórnar sem fram fór miðvikudaginn 27. apríl samþykkti bæjarstjórn að ráða ætti æskulýðsfulltrúa sem hefja á störf 1. ágúst næstkomandi. Tillagan var fjármögnuð með viðauka og fræðslustjóra falið að halda utan um ráðningarferlið. 

Hver er staðan á ráðningu æskulýðsfulltrúa? Hvenær ætlar bærinn að auglýsa stöðuna?

Sigurþóra Bergsdóttir – Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra
Bjarni Torfi Álfþórsson – Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra
Karen María Jónsdóttir – Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra

en_USEnglish