Fréttir

Gerum betur

Gerum betur

Nú hafa Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 en fulltrúar Samfylkingar og óháðra greiddu atkvæði gegn tillögunni. Við höfum tekið virkan þátt í fjárhagsáætlunar vinnunni og lagt fram breytingartillögur sem allar voru felldar af fulltrúum Sjálfstæðismanna.Fjárhagsáætlun Sjálfstæðismanna gerir ráð fyrir 9,9% gjaldskrárhækkunum á allar gjaldskrár bæjarins en fjárhagsáætlun Samfylkingar og óháðra gerir ráð fyrir að hækka gjaldskrár ekki umfram verðbólguspá Sambands íslenskra sveitarfélaga sem er 6,3%. Með því verjum við heimilisbókhald barnafjölskyldna, aldraðra og öryrkja á sama tíma og við sýnum ábyrgð þegar kemur að baráttunni gegn verðbólgu á komandi kjaravetri. Fjárhagsáætlun Sjálfstæðismanna gerir ráð fyrir 14,31% óbreyttu…
See more
Dýrkeypt mistök bæjarstjóra

Dýrkeypt mistök bæjarstjóra

Nú liggur fyrir að vanræksla bæjarstjóra og skortur á eftirfylgni hjá formanni bæjarráðs varðandi innheimtu gjalda fyrir hitaveitu er að kosta bæinn minnst 20 milljónir á þessu ári.   Á fundi Veitustjórnar þann 14. desember 2022 var tekin ákvörðun um hækkun gjaldskrár. Þessari ákvörðun var ekki framkvæmd. Það er grundvallaratriði að framkvæmdastjóri fylgi eftir ákvörðun stjórnar. Ábyrgð bæjarstjóra á þessu klúðri er mikil og lýsir vanhæfni við stjórn fjármála bæjarins. Á fundi veitustjórnar þann 25. október kom fyrst fram rekstrarvandi Hitaveitunnar. Stjórn hafði engar upplýsingar fengið fyrr. Nefna má að enginn fundur hafði verið haldinn síðan í maí og var ekki…
See more
Gjöld hækkuð um tugi prósenta

Gjöld hækkuð um tugi prósenta

Nú hefur meirihlutinn lagt fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 sem gerir ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri bæjarsjóðs sem uppsafnað nálgast 2 milljarða. Þrátt fyrir þennan mikla halla leggur meirihlutinn til óbreytta útsvarsprósentu sem mun binda hendur bæjarins þegar kemur að þjónustu við íbúa, viðhaldi og fjárfestingum. Meirihlutinn hikar þó ekki við að hækka hressilega öll gjöld á íbúa sem er skattheimta sem leggst þyngst á barnafjölskyldur, aldraða og tekjulægri íbúa sveitarfélagsins. Allar gjaldkskrár munu hækka um að minnsta kosti 9,9% sem er 87% hærri prósenta en meðaltals verðbólguspá seðlabankans, hagstofunar og bankana fyrir árið 2024. Til viðbótar við flata…
See more
225 milljón króna halli á fyrstu sex mánuðum ársins

225 milljón króna halli á fyrstu sex mánuðum ársins

Í árshlutauppgjöri Seltjarnarnesbæjar kemur fram að halli á fyrstu sex mánuðum ársins nemur 225 milljónir króna eða um 40 milljónir á mánuði. Veltufé frá rekstri lækkar um 37,5% milli ára og er aðeins 5% á fyrstu sex mánuðum ársins en Samband íslenskra sveitarfélaga telur að sveitarfélög þurfi að skila veltufé frá rekstri sem nemur 9% af tekjum þeirra til að fjárhagur þeirra geti talist sjálfbær.Hægt er að skoða árshlutauppgjörið hér:Árshlutauppgjör Seltjarnarnesbæjar Ræða Guðmundar Ara bæjarfulltrúa Samfylkingar og óháðra við umræðu um árshlutauppgjörið: „Ég vil byrja á því að þakka Svövu Sverrisdóttur og starfsfólki fjármálasviðs fyrir vel unnið árshlutauppgjör. Það er…
See more
45% hækkun á mat skólabarna

45% hækkun á mat skólabarna

Nú liggur fyrir að samningur við Skólamat ehf hækkar um rúm 20% þrátt fyrir að fyrri samningur hafi verið vísitölutryggður. Það þýðir að matur skólabarna hækkar um 45% milli ára (sjá samanburð í frétt RÚV). Samningurinn var lagður fyrir bæjarráð viku áður en skólinn byrjar og því lítið svigrúm til að gera annað en að samþykkja framlenginguna. Fulltrúar Samfylkingar og óháðra skora á Seltjarnarnesbæ að nýta árið sem fram undan er til að undirbúa útboð fyrir næsta skólaár til að tryggja hagkvæmni í rekstri og lágmarka gjaldtöku á íbúa. Samkvæmt heimasíðu Skólamatar er Seltjarnarnesbær það sveitarfélag sem niðurgreiðir skólamat minnst…
See more
Útsvarshækkun varði grunnrekstur

Útsvarshækkun varði grunnrekstur

Bókun Samfylkingar og óháðra við afgreiðslu ársreiknings 2022 - Linkur á ársreikning 2022 neðst. Nú hefur ársreikningur fyrir árið 2022 verið lagður fram til seinni umræðu en hann ber þess skýr merki hversu mikið heillaskref var stigið þegar bæjarfulltrúar þvert á flokka lögðu til að hækka útsvarið fyrir árið 2022. Sú hækkun ver grunnrekstur sveitarfélagsins í ólgusjó ytri aðstæðna eins og sjá má í skýringu 26. Þar sést að tekjur og gjöld A sjóðs eru í ágætu jafnvægi með halla upp á 19 milljónir í stað halla upp á 395 milljónir árið áður. Skuldsetning síðastliðinna ára vegur þó þungt í…
See more
Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar fór fram í gær en þar var kosið í nefndir, stjórnir og ráð ásamt hefðbundinni dagskrá. Samfylking og óháðir höfðu samband við meirihlutann í aðdraganda fundarins og lögðu fram tillögu á fundinum um að Sigurþóra Bergsdóttir myndi gegna embætti formanns fjölskyldunefndar bæjarins, Guðmundur Ari Sigurjónsson myndi vera fulltrúi bæjarins í stjórn strætó og Bjarni Torfi Álfþórsson yrði annar varaforseti bæjarstjórnar. Þetta er fyrirkomulag sem þekkist úr öðrum sveitarfélögum og af þinginu en Sjálfstæðismenn höfnuðu þessum tillögum og taka því öll sæti í stjórnum og skipa alla formenn fagnefnda með 50,1% atkvæða að baki sér. Samfylkingin og…
See more
Betri bær fyrir börn

Better town for our children

2. Sigurþóra Bergsdóttir Við í Samfylkingu og óháðum leggjum ríka áherslu á velferð barna og fjölskyldna á Seltjarnarnesi. Við viljum byggja á þeim grunni sem hér er með því að skapa umhverfi þar sem enginn verður útundan. Við teljum ríka þörf á að bæta forvarnir með því að endurreisa öflugt forvarnar- og tómstundastarf barn og unglinga, en einnig að hækka tómstundastyrk upp í 75 þúsund krónur á ári. Það skapar jákvæðan hvata til aukinnar þátttöku í íþróttum, tómstundastarfi og listum sem hefur mikið forvarnargildi í sjálfu sér.  Sum börn þurfa af ýmsum ástæðum mikinn stuðning. Önnur þurfa bara smávægilega aðstoð…
See more
Nýr og spennandi miðbær!

Nýr og spennandi miðbær!

4. Karen María Jónsdóttir Um og í kringum aldamótin síðustu hafði Seltjarnarnesbær á sér sterka ímynd og var miðbænum með Eiðistorg í broddi fylkingar oft lýst af nágrönnunum í Reykjavík sem stássstofu sveitarfélagsins. Nú er öldin önnur. Á Eiðistorgi hríðlekurinnandyra í almenningi sem notaður er til samkomuhalds. Torgið sem ætti að vera iðandi verslunar- og þjónustumiðja, minnir helst á draugabæ þar sem ljósin eru slökkt og neglt hefur verið fyrir glugga. Bókasafnið, menningarstofnun bæjarsins, er vel falið og megin inngangur þess í gegnum sérrými verslunarhúsnæðis. Austurströnd er lífvana rými og tengja fæstir hana við miðbæinn þó þar sé að finna miðstöð stjórnsýslu og framlínuþjónustu bæjarins.  Aðkoman…
See more
„Nesið hefur frábæran hugljóma“

„Nesið hefur frábæran hugljóma“

10. Stefán Bergmann Að frumkvæði bæjarstjórnar Seltjarnarness og Umhverfisstofnunar liggur fyrir ný tillaga að útfærslu skilmála fyrir friðlandið í Gróttu og nágrenni hennar við Seltjörn, sem unnin var af samstarfsnefnd þessara aðila. Grótta var fyrst friðlýst 1974 að frumkvæði heimamanna. Tillaga samstarfsnefndarinnar hefur verið kynnt og rædd á fundi með bæjarfulltrúum og nefndarfólki í umhverfisnefnd og skipulags og umferðarnefnd bæjarins. Hún var all lengi í smíðum og einkennist af mikilvægi vestursvæðanna á Seltjarnarnesi fyrir mannlíf hér og í nágrannabyggðum. Ekki þarf að tíunda hér öll þau einkenni vestursvæðisins sem liggja þar að baki.. Magnús Erlendsson fv. bæjarfulltrúi kemu orðum vel…
See more
en_USEnglish