Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar
Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar fór fram í gær en þar var kosið í nefndir, stjórnir og ráð ásamt hefðbundinni dagskrá. Samfylking og óháðir höfðu samband við meirihlutann í aðdraganda fundarins og lögðu fram tillögu á fundinum um að Sigurþóra Bergsdóttir myndi gegna embætti formanns fjölskyldunefndar bæjarins, Guðmundur Ari Sigurjónsson myndi vera fulltrúi bæjarins í stjórn strætó og Bjarni Torfi Álfþórsson yrði annar varaforseti bæjarstjórnar. Þetta er fyrirkomulag sem þekkist úr öðrum sveitarfélögum og af þinginu en Sjálfstæðismenn höfnuðu þessum tillögum og taka því öll sæti í stjórnum og skipa alla formenn fagnefnda með 50,1% atkvæða að baki sér. Samfylkingin og…