45% hækkun á mat skólabarna
Nú liggur fyrir að samningur við Skólamat ehf hækkar um rúm 20% þrátt fyrir að fyrri samningur hafi verið vísitölutryggður. Það þýðir að matur skólabarna hækkar um 45% milli ára (sjá samanburð í frétt RÚV). Samningurinn var lagður fyrir bæjarráð viku áður en skólinn byrjar og því lítið svigrúm til að gera annað en að samþykkja framlenginguna. Fulltrúar Samfylkingar og óháðra skora á Seltjarnarnesbæ að nýta árið sem fram undan er til að undirbúa útboð fyrir næsta skólaár til að tryggja hagkvæmni í rekstri og lágmarka gjaldtöku á íbúa. Samkvæmt heimasíðu Skólamatar er Seltjarnarnesbær það sveitarfélag sem niðurgreiðir skólamat minnst…