„Nesið hefur frábæran hugljóma“

„Nesið hefur frábæran hugljóma“
10. Stefán Bergmann

Að frumkvæði bæjarstjórnar Seltjarnarness og Umhverfisstofnunar liggur fyrir ný tillaga að útfærslu skilmála fyrir friðlandið í Gróttu og nágrenni hennar við Seltjörn, sem unnin var af samstarfsnefnd þessara aðila. Grótta var fyrst friðlýst 1974 að frumkvæði heimamanna. Tillaga samstarfsnefndarinnar hefur verið kynnt og rædd á fundi með bæjarfulltrúum og nefndarfólki í umhverfisnefnd og skipulags og umferðarnefnd bæjarins. Hún var all lengi í smíðum og einkennist af mikilvægi vestursvæðanna á Seltjarnarnesi fyrir mannlíf hér og í nágrannabyggðum. Ekki þarf að tíunda hér öll þau einkenni vestursvæðisins sem liggja þar að baki.. Magnús Erlendsson fv. bæjarfulltrúi kemu orðum vel af upplifun fólks af vestursvæðinu 27.mars sl. í netfærslu á Íbúum Seltjarnarness: „ Bæði menn og fuglar njóta að eiga athvarf á Nesinu“. Hann bætir svo við í annarri færslu „ Myndirnar (Bryndísar Þorsteinsdóttur) sýna einkar vel  hvað Nesið hefur frábæran hugljóma.  Undirrituðum finnst orðin hugljómi og hugljómun lýsa firna vel upplifun margra af vestursvæðunum,  af lífinu þar, allri umgjörð náttúrunnar og inngróinni sögu Seltjarnarness.

 Í nýju tillögunni  fyrir Gróttu og nánasta umhverfi er horft  til framtíðar, grunnreglur settar og sérstakri samstarfsnefnd falin gerð stjórnunar og verndaráætlunar innan ramma skilmála um svæðið. Þetta gefur tækifæri til breytinga á áætluninni ef þörf krefur. Svæðið er allt opið umferð gangandi fólks, en Grótta sjálf er lokuð á varptíma eins og verið hefur. Takmarkanir á Seltjörn ná aðeins til truflandi umferðar farartækja á varptíma. Nýja tillagan er  komin til bæjarstjórnar sem tekur  ákvörðun um hvort hún fari í auglýsingu og 6 vikna kynningar og umsagnarferli eins og lög gera ráð fyrir. Þá getum við  öll sett fram okkar athugasemdir og ábendingar. Í framhaldinu tekur ný bæjarstjórn afstöðu til ábendinga sem fram hafa komið  og endanlega afstöðu.                                                       

Stefán Bergmann er í umhverfisnefnd Seltjarnarness.     

en_USEnglish