Better, vibrant town center

Um og í kringum aldamótin síðustu hafði Seltjarnarnesbær á sér sterka ímynd og var miðbænum með Eiðistorg í broddi fylkingar oft lýst af nágrönnunum í Reykjavík sem stássstofu sveitarfélagsins. Nú er öldin önnur. Á Eiðistorgi hríðlekur innandyra í almenningi sem notaður er til samkomuhalds. Torgið sem ætti að vera iðandi verslunar- og þjónustumiðja, minnir helst á draugabæ þar sem ljósin eru slökkt og neglt hefur verið fyrir glugga. Bókasafnið, menningarstofnun bæjarins, er vel falið og megin inngangur þess í gegnum sérrými verslunarhúsnæðis. Austurströnd er lífvana rými og tengja fæstir hana við miðbæinn þó þar sé að finna miðstöð stjórnsýslu og framlínuþjónustu bæjarins.

Aðkoman inn í miðbæinn er jafnframt aðkoman inn í bæjarfélagið. Lítill metnaður hefur verið lagður í hönnun svæðisins þ.e. að gera aðkomu og ásýnd bæjarins sem besta en grjóthleðsla við bæjarmörkin með skildi Seltjarnarness er eina atrennan til þessa. Aðdráttarafl miðbæjarsvæðisins sem viðkomustaður er lítið, hvort sem er fyrir íbúa eða gesti, og því eru forsendur fyrir hverskonar rekstri veikar og hvati verslunar- og þjónustuaðila til að byggja upp starfsemi sína því lítill sem enginn. Áherslan er auk þess á umferð akandi umferð sem einnig gengur erfiðlega að hemja hraðann á. Því víkur mannlífið.

Sterka hugmyndafræði hefur skort um langa hríð um uppbyggingu á miðbæ Seltjarnarness sem endurspeglast í því sem virðist vera tilviljanakenndar skipulagsákvarðanir og metnaðarlaus umhverfismótun. Ábyrgðin liggur víða, en þó helst hjá sveitarstjórn bæjarins sem ber ábyrgð á að skipulag sé hugsað til langs tíma og útfært með almannahag, umhverfi, og öflug rekstrarskilyrði að leiðarljósi. Grundvallargæði miðbæjar felast að miklu leyti í því að í honum fléttast saman margvíslegir þræðir í eina heild. Þræðir sem við hér á Nesinu upplifum í dag sem aðskilda.

Þessu ætlar Samfylkingin og óháðir að breyta með því að leita allra leiða til að styrkja miðbæinn sem miðstöð mannlífs, verslunar og þjónustu á sama tíma og við byggjum undir markmið um sjálfbæra þróun á fjölmarga vegu. Við ætlum hefja samtal meðal annars við Haga hf., um þróun á Eiðistorgi þar sem nú eru m.a. bílastæði og/eða endurskipulagningu núverandi húsnæðis. Við viljum stuðla að uppbyggingu sem felur í sér blandaða byggð íbúða, verslunar og þjónustu ásamt stofnunum og viðeigandi atvinnustarfsemi eftir því sem kostur gefst. 

Við viljum að helstu umferðarsvæðin þ.e. götuleggirnir að gatnamótum Suðurstrandar og Nesvegs, verði hannaðar sem borgargötur. Slíkt festir í sessi ákveðna framtíðarsýn um tilgang, mikilvægi og útfærslur gatna sem fjölbreytt og lifandi almenningsrými, þar sem húsin og gatan mynda eina heild og áhersla lögð á samræmda yfirborðshönnun. Við munum ásamt því tryggja vandað og öflugt samgöngukerfi fyrir alla samgöngumáta til einkanota, hefðbundið og seinna meir hágæðakerfi almenningssamgangna, þar sem öryggi allra vegfarenda er haft í fyrirrúmi í vistlegu og aðlaðandi götuumhverfi.

Við viljum útvíkkað sjónarhorn á miðbæinn með því að skapa öflugar tengingar hans við önnur svæði, sem og flæði inn í og innan hans. Til suðurs með ströndinni viljum við leggja grunn að endurheimt tengsla miðbæjarins við sundlaugina, íþróttahús, Gróttuvöll og heilsugæsluna, áningastaði sem íbúar og gestir sækja til að efla líkamlegt hreysti. Niður að Norðurströnd viljum að aðlaðandi svæði tengi saman bæjarhliðið og Austurströnd. Við viljum einnig lengja miðbæjarásinn frá Eiðistorgi og upp Nesveginn og efla tengslin við hin andlegu málefni sem felast annars vegar í náttúrugæðum á Valhúsahæðar og hinsvegar í kyrrðinni í Seltjarnarneskirkju.

Samfylkingin og óháðir want to:

  • Byggja öflugan og lifandi miðbæ til að styðja við mannlíf og fyrirtækin á svæðinu með því að endurskipuleggja svæðið með nýjum verslunar- og þjónusturýmum í götuhæð og íbúðir á efri hæðum.
  • Auka samráð við íbúa í skipulagsmálum í formi rafræns vettvangs þar sem íbúar geta kynnt sér skipulagsbreytingar, sent inn athugasemdir og tillögur
  • Build apartments that are suitable for first-time buyers, families as well as older inhabitants wanting to downsize their housing
  • Improve and clean up public areas, walking paths and playgrounds in Seltjarnarnes
  • Adding a stop for one of the core lines of buses from Strætó. They run faster and stop less often and are great prerequisite for Borgarlínan
  • Add a bike path along Nesvegur that is funded by the Capitol area transportation convention
  • Improve the safety of people walking and biking as well as lower the speed limits across Seltjarnarnes
en_USEnglish