Útsvarshækkun varði grunnrekstur
Bókun Samfylkingar og óháðra við afgreiðslu ársreiknings 2022 - Linkur á ársreikning 2022 neðst. Nú hefur ársreikningur fyrir árið 2022 verið lagður fram til seinni umræðu en hann ber þess skýr merki hversu mikið heillaskref var stigið þegar bæjarfulltrúar þvert á flokka lögðu til að hækka útsvarið fyrir árið 2022. Sú hækkun ver grunnrekstur sveitarfélagsins í ólgusjó ytri aðstæðna eins og sjá má í skýringu 26. Þar sést að tekjur og gjöld A sjóðs eru í ágætu jafnvægi með halla upp á 19 milljónir í stað halla upp á 395 milljónir árið áður. Skuldsetning síðastliðinna ára vegur þó þungt í…