Útsvarshækkun varði grunnrekstur

Útsvarshækkun varði grunnrekstur

Bókun Samfylkingar og óháðra við afgreiðslu ársreiknings 2022 - Linkur á ársreikning 2022 neðst. Nú hefur ársreikningur fyrir árið 2022 verið lagður fram til seinni umræðu en hann ber þess skýr merki hversu mikið heillaskref var stigið þegar bæjarfulltrúar þvert á flokka lögðu til að hækka útsvarið fyrir árið 2022. Sú hækkun ver grunnrekstur sveitarfélagsins í ólgusjó ytri aðstæðna eins og sjá má í skýringu 26. Þar sést að tekjur og gjöld A sjóðs eru í ágætu jafnvægi með halla upp á 19 milljónir í stað halla upp á 395 milljónir árið áður. Skuldsetning síðastliðinna ára vegur þó þungt í…
Sjá meira
Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar fór fram í gær en þar var kosið í nefndir, stjórnir og ráð ásamt hefðbundinni dagskrá. Samfylking og óháðir höfðu samband við meirihlutann í aðdraganda fundarins og lögðu fram tillögu á fundinum um að Sigurþóra Bergsdóttir myndi gegna embætti formanns fjölskyldunefndar bæjarins, Guðmundur Ari Sigurjónsson myndi vera fulltrúi bæjarins í stjórn strætó og Bjarni Torfi Álfþórsson yrði annar varaforseti bæjarstjórnar. Þetta er fyrirkomulag sem þekkist úr öðrum sveitarfélögum og af þinginu en Sjálfstæðismenn höfnuðu þessum tillögum og taka því öll sæti í stjórnum og skipa alla formenn fagnefnda með 50,1% atkvæða að baki sér. Samfylkingin og…
Sjá meira
Nýr og spennandi miðbær!

Nýr og spennandi miðbær!

4. Karen María Jónsdóttir Um og í kringum aldamótin síðustu hafði Seltjarnarnesbær á sér sterka ímynd og var miðbænum með Eiðistorg í broddi fylkingar oft lýst af nágrönnunum í Reykjavík sem stássstofu sveitarfélagsins. Nú er öldin önnur. Á Eiðistorgi hríðlekurinnandyra í almenningi sem notaður er til samkomuhalds. Torgið sem ætti að vera iðandi verslunar- og þjónustumiðja, minnir helst á draugabæ þar sem ljósin eru slökkt og neglt hefur verið fyrir glugga. Bókasafnið, menningarstofnun bæjarsins, er vel falið og megin inngangur þess í gegnum sérrými verslunarhúsnæðis. Austurströnd er lífvana rými og tengja fæstir hana við miðbæinn þó þar sé að finna miðstöð stjórnsýslu og framlínuþjónustu bæjarins.  Aðkoman…
Sjá meira
Betri bær fyrir okkur öll

Betri bær fyrir okkur öll

1. Guðmundur Ari Sigurjónsson Nú styttist í að við kjósum nýja bæjarstjórn á Seltjarnarnesi og er mikilvægt að íbúar noti þessi tímamót til að hugsa hvernig bæ við viljum búa í. Síðastliðin fjögur ár hafa einkennst af slæmum rekstri Seltjarnarnesbæjar þar sem tekjur hafa ekki dugað til að greiða fyrir þá þjónustu sem bærinn er að veita. Tap bæjarsjóðs Seltjarnarnesbæjar er um 1400 milljónir og skuldir sveitarfélagsins hafa farið úr 2,3 milljörðum árið 2017 upp í rúmlega 6 milljarða árið 2021. Meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn hefur reynt að bregðast við þessari slæmu rekstrarstöðu með því að m.a. fresta framkvæmdum á…
Sjá meira