Nýr og spennandi miðbær!
4. Karen María Jónsdóttir Um og í kringum aldamótin síðustu hafði Seltjarnarnesbær á sér sterka ímynd og var miðbænum með Eiðistorg í broddi fylkingar oft lýst af nágrönnunum í Reykjavík sem stássstofu sveitarfélagsins. Nú er öldin önnur. Á Eiðistorgi hríðlekurinnandyra í almenningi sem notaður er til samkomuhalds. Torgið sem ætti að vera iðandi verslunar- og þjónustumiðja, minnir helst á draugabæ þar sem ljósin eru slökkt og neglt hefur verið fyrir glugga. Bókasafnið, menningarstofnun bæjarsins, er vel falið og megin inngangur þess í gegnum sérrými verslunarhúsnæðis. Austurströnd er lífvana rými og tengja fæstir hana við miðbæinn þó þar sé að finna miðstöð stjórnsýslu og framlínuþjónustu bæjarins. Aðkoman…