Responsibility on a municipality level means that social- and environmental factors are equally as important as financial factors when determining what projects get funded to ensure our future happiness and quality of life.
Það er staðreynd að uppbygging sveitarfélags og góð þjónusta kostar og er það skylda sveitarfélagsins að afla tekna til þessa. Smávægileg lækkun á útsvari á næsta kjörtímabili er því ekki keppikefli. Við horfum á næstu fjögur ár sem ár sóknar þar sem þjónusta við íbúa á öllum aldri verður efld, ráðist verður í framkvæmdir og viðhald á eignum og öðrum verkefnum sem íbúar telja mikilvægt að verja fjármunum til. Í þannig bæ viljum við búa í.
Við viljum fylgja lögum um opinber fjármál og innleiða ákvæði um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð. Markmið okkar er að framkvæmd þjónustu og dreifing fjárheimilda leiði til jafnra tækifæra íbúa óháð kyni, aldri, menntun eða stöðu þeirra í samfélaginu. Við viljum tryggja að fjárfestingar séu grænar, virðisaukandi fyrir samfélagið í heild sinni og í samræmi við lykilstefnur bæjarins hverju sinni. Verkefnaskrá verði stjórntæki bæjarráðs og stuðli að betri yfirsýn allra helstu hagsmunaaðila með forgangsröðun og aðhaldi með framgangi verkefna.
Samfylking og óháðir vilja efla fagleg vinnubrögð og gagnsæi í stjórnsýslu bæjarins. Aðgengi að stjórnsýslu bæjarins þarf að bæta enn frekar. Mikilvægt er að koma upp kerfi sem eykur aðgengi íbúa að upplýsingum um stöðu mála og ferli ákvarðana. Miðlun upplýsinga frá stjórnsýslu til íbúa og starfsmanna einstakra stofnana bæjarins þarf að vera greið.
Í því skyni er mikilvægt að tryggja að upplýsingar á vefsíðu sveitarfélagsins og í íbúagátt verði bæði á íslensku og ensku. Samfylking og óháðir vilja til viðbótar auka gagnsæi í störfum nefnda og ráða bæjarfélagsins með því að birta gögn sem unnið er með eða kynnt eru og ekki eru bundin trúnaði. Sem lýðræðislegt aðhald viljum við einnig að bæjarfulltrúar verði skyldugir til að skrá hagsmunatengsl sín og birta á heimasíðu bæjarfélagsins.
Víðtækt samráð ber að hafa við íbúa um öll þau málefni er þá snerta. Samfylkingin leggur áherslu á að beint íbúalýðræði verði haft að leiðarljósi við stefnumótun og áætlanagerð þar sem lagt verði upp með að sækja ólík sjónarmið íbúa og hagsmunaaðila m.a. í gegnum íbúafundi og rafrænar leiðir og þau höfð til hliðsjónar við afgreiðslu og ákvarðanatöku. Efla ber ungmennaráð og öldungaráð í þessu samhengi með því að skýra hlutverk þeirra og ábyrgð og aðkomu að ákvörðunum. Endurvekja þarf verkefnið Nesið okkar þar sem íbúum gefst kostur á að ráðstafa hluta af framkvæmdar fjármagni bæjarins í verkefni sem íbúar telja mikilvægust hverju sinni.
Samfylkingin og óháðir want to:
- Responsible management of municipality funds
- Green, value-adding investments
- Five year plan around projects and prioritised allocation of funds
- Record all conflicts of interests for town council members online
- New municipality website along with citizen intranet in Icelandic and English
- Implement a system that can inform inhabitants on the status of cases as well as the process of decision making
- Publish data and reports that are presented for committees and councils and are not bound by non-disclosure
- Broad cooperation with inhabitants in various forms
- Reopen and improve the collaborative citizen project Nesið okkar