Óöruggur rekstur og félagsheimilið á bið

Óöruggur rekstur og félagsheimilið á bið

Þá hefur fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2025 verið samþykkt af meirihluta Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi. Fjárhagsáætlunin er endurtekið efni frá síðastliðnum árum þar sem útsvarsprósentan skiptir mestu máli en ekki ábyrgur rekstur eða þjónusta við bæjarbúa. Síðastliðin ár hefur verið sögulegur halli á bæjarsjóði Seltjarnarnesbæjar upp á 403 milljónir árið 2022, 867 milljónir árið 2023 og útkomuspá fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir 675 milljón króna halla. Gert er ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri bæjarins árið 2025 með afgangi á bæjarsjóði upp á 3,7 milljónir.

Sporin hræða og ef skoðuð eru frávik síðastliðinna ára milli fjárhagsáætlunar og ársreiknings bæjarins er ljóst að ólíklegt er að svigrúm upp á 3,8 milljónir á bæjarsjóði mun ekki duga til að uppfylla skyldur sveitarstjórnarlaga um að reka bæjarsjóð án halla.

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og óháðra lögðu til breytingu um að taka upp sömu útsvarsprósentu og Garðabær án þess að leggja til útgjöld á móti en sú breyting hefði skilað bænum bættri afkomu upp á 50 milljónir. Þessa tillögu felldu Sjálfstæðismenn.

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og óháðra lögðu fram tillögu um að ráðast í endurbætur á Félagsheimili Seltjarnarness á árinu 2025 líkt og fjárhagsáætlun sem Sjálfstæðismenn samþykktu árið 2024 gerði ráð fyrir. Þessa tillögu felldu Sjálfstæðismenn og nú er ekki gert ráð fyrir krónu í viðhald á félagsheimilinu út árið 2028

Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2025 er því líkleg til að enda í áframhaldandi hallarekstri þrátt fyrir kyrrstöðu í flestum málaflokkum og því greiða bæjarfulltrúar Samfylkingar og óháðra gegn samþykkt áætlunarinnar.

Guðmundur Ari Sigurjónsson – Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra
Sigurþóra Bergsdóttir – Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra
Bjarni Torfi Álfþórsson – Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra

is_ISIcelandic