Betri bær fyrir eldri borgara

Öll vonumst við til þess að geta átt ánægjuleg og áhyggjulaus efri ár. Eldri borgarar er áberandi og fjölbreyttur hópur í samfélaginu á Seltjarnarnesi. Hópur eldri borgara 60 ára og eldri spannar um 40 ár og eru fjórðungur af íbúum á Seltjarnarnesi. Mikilvægt er að bjóða upp á fjölbreytt verkefni sem höfða til ólíkra aldurshópa. Aðstæður fólks breytast einnig með aldri og ýmis ný úrlausnarefni taka smám saman við. 

Með hækkandi meðalaldri íbúa landsins og hægum vexti nýbygginga á Seltjarnarnesi, er eðlilegt að hlutfall eldri borgara verði hærra og hærra í okkar sveitarfélagi. Flestir eldri borgarar búa á og reka eigin heimili, rétt eins og fólk á öðrum aldursskeiðum. Þessum hópi þarf að tryggja fullnægjandi framboð heppilegs húsnæði auk tækifæra til samfélagslegrar virkni, hreyfingar, fræðslu og atvinnuþátttöku með sveigjanlegum starfslokum og hlutastörfum. Með metnaðarfullum markmiðum í skipulagi miðbæjarins sjá Samfylkingin og óháðir möguleika á að bæta úr þörf á hentugu húsnæði fyrir þá sem vilja minnka við sig, án þess að þurfa að yfirgefa Seltjarnarnesið.

Samfylkingin og óháðir vilja leggja metnað okkar í að kortleggja, í samstarfi öldungaráðs og félags eldri borgara á Seltjarnarnesi, alla snertifleti eldri borgarar okkar við þá þjónustu sem í boði er og sjá hvar nýjar áskoranir liggja. Markmið félagsstarfs aldraðra er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á fjölþætt félags- og tómstundastarf auk námskeiða sem höfða til ólíkra þarfa og áhugasviða þessa breiða hóps.

Þeir eldri borgarar sem þurfa aðstoð viljum við, m.a. með aukinni velferðartækni, veita fyrsta flokks heimaþjónustu, heimahjúkrunar og geðþjónustu, sem við viljum samþætta í auknum mæli í takti við þarfir hvers og eins. Samfylkingin og óháðir leggja áherslu á að aldraðir fái stuðning til að geta lifað sjálfstæðu lífi á eigin heimili eins lengi og þeir vilja.

Samfylking og óháðir vilja:

  • Útbúa heildarstefnu utan um alla þjónustu við eldri borgara í samráði við öldungaráð, félag eldri borgara á Seltjarnarnesi
  • Byggja upp íbúðir á miðbæjarsvæðinu sem henta eldri borgurum sem vilja minnka við sig og flytja nær þjónustu og mannlífi
  • Efla gæði þjónustu og stuðning við aldraða á heimilum þeirra. Eldri borgara þurfa að búa við það öryggi að geta treyst á þá þjónustu sem bærinn ætlar sér að veita.  
  • Efla tómstundastarf og aðstöðu til tómstundaiðkunnar sem höfðar til fjölbreytts og breiðs hóps eldri borgara
  • Styðja áfram við og efla hreyfingu eldri borgara í gegnum Janusarverkefnið, hreyfingu á vegum félagsstarfs aldraðra og í samstarfi við Gróttu
  • Efla samráð og styrkja hlutverk öldungaráðs og samstarf við félag eldri borgara á Seltjarnarnesi
is_ISIcelandic