Dýrkeypt mistök bæjarstjóra
Nú liggur fyrir að vanræksla bæjarstjóra og skortur á eftirfylgni hjá formanni bæjarráðs varðandi innheimtu gjalda fyrir hitaveitu er að kosta bæinn minnst 20 milljónir á þessu ári. Á fundi Veitustjórnar þann 14. desember 2022 var tekin ákvörðun um hækkun gjaldskrár. Þessari ákvörðun var ekki framkvæmd. Það er grundvallaratriði að framkvæmdastjóri fylgi eftir ákvörðun stjórnar. Ábyrgð bæjarstjóra á þessu klúðri er mikil og lýsir vanhæfni við stjórn fjármála bæjarins. Á fundi veitustjórnar þann 25. október kom fyrst fram rekstrarvandi Hitaveitunnar. Stjórn hafði engar upplýsingar fengið fyrr. Nefna má að enginn fundur hafði verið haldinn síðan í maí og var ekki…