Betri bær fyrir okkur öll
Samfylking og óháðir á Seltjarnarnesi bjóða fram til starfa fólk á öllum aldri, með mikla og fjölbreytta reynslu að baki, sem vill vinna að því að gera okkar ágæta Seltjarnarnes að enn betri stað til að búa á. Við viljum að rekstur bæjarins sé í jafnvægi og unnið sé stefnumiðað og markvisst að því að bæta þjónustu svo hún sé í fremstu röð og mæti kröfum íbúa. Leiðarstef í öllu okkar starfi er áhersla á jöfn tækifæri, velferð allra íbúa og umhverfisvernd.
Næsta kjörtímabil á að snúast um uppbyggingu en ekki skattalækkanir og niðurskurð.
Helstu kosningaáherslur okkar eru betri bær fyrir börn, að byggja upp betri og lifandi miðbæ og byggja upp betri bæ fyrir eldri borgara. Við erum þó einnig með ítarlega stefnu og áherslumál í flestum málaflokkum sem hægt er að lesa hér fyrir neðan.
Betri bær fyrir börn
Samfylking og óháðir vilja byggja upp bæ sem stuðlar betur að vellíðan barna á öllum aldri. Liður þar í er að tryggja gott húsnæði og skólalóðir fyrir öll skólastigin, sem aftur styður við þróun og faglegt starf skólanna þannig að jafnt börnum sem starfsfólki líði þar vel.
Smelltu hér til að sjá ítarlegri stefnuskrá okkar um betri bæ fyrir börn.
Í hnotskurn:
- Byggja nýjan leikskóla strax sem byggir á vinningstillögu Andrúm
- Ráðast í heildar endurbætur á skólalóð Grunnskóla Seltjarnarness, byggja upp útikennslustofu og setja upp hjólaskýli
- Hækka frístundastyrkinn úr 50.000 í 75.000 fyrir öll börn 5 ára og eldri
- Klára vinnu við nýja menntastefnu þar sem barnið er í brennidepli og kerfin okkar vinna saman að því að aðlaga sig og mæta þörfum barnanna okkar
- Efla skólaþjónustu og faglegan stuðning við nemendur og kennnara, beita snemmtækri íhlutun til að veita rétt úrræði á réttum tíma
- Tryggja öflugt fagstarf og nútímavæða lærdómsumhverfi barna og búnað kennara
- Efla frístundamiðstöð Seltjarnarness og Gróttu enn frekar
- Setja á laggirnar rafíþróttadeild á Seltjarnarnesi í samstarfi Selsins og Gróttu
- Búa til hvatningarsjóð fyrir unga listamenn
Betri og lifandi miðbær
Samfylking og óháðir vilja byggja upp öflugan grænan miðbæ Seltjarnarness, þar sem götur, gróður og hús mynda eina heild og iðandi mannlíf er í fyrirrúmi.
Smelltu hér til að sjá ítarlegri stefnuskrá okkar um betri miðbæ.
Í hnotskurn:
- Byggja öflugan og lifandi miðbæ til að styðja við mannlíf og fyrirtækin á svæðinu með því að endurskipuleggja svæðið með nýjum verslunar- og þjónusturýmum í götuhæð og íbúðir á efri hæðum.
- Að byggja upp fjölbreyttar íbúðir á miðbæjarsvæðinu sem henta fyrstu kaupendum, fjölskyldum sem og eldri borgurum sem vilja minnka við sig
- Lagfæra og bæta ásýnd göngustíga, leiksvæða og annarra almenningsrýma á Seltjarnarnesi
- Fá eina af stofnleiðum strætó inn á Seltjarnarnarnes en þær ganga hraðar og stoppa sjaldnar en almennir vagnar. Stofnleiðir eru undanfari Borgarlínu.
- Leggja hjólastíg meðfram Nesveginum sem fjármagnaður er af samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins
- Bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfaranda og minnka hraðakstur á Seltjarnarnes
Betri bær fyrir eldri borgara
Samfylkingin og óháðir vilja leggja metnað okkar í að kortleggja, í samstarfi öldungaráðs og félags eldri borgara á Seltjarnarnesi, alla snertifleti eldri borgarar okkar við þá þjónustu sem í boði er og sjá hvar nýjar áskoranir liggja. Markmið félagsstarfs aldraðra er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á fjölþætt félags- og tómstundastarf auk námskeiða sem höfða til ólíkra þarfa og áhugasviða þessa breiða hóps.
Smelltu hér til að sjá ítarlegri stefnuskrá okkar um betri bæ fyrir eldri bogarar.
Í hnotskurn:
- Útbúa heildarstefnu utan um alla þjónustu við eldri borgara í samráði við öldungaráð og félag eldri borgara á Seltjarnarnesi
- Byggja upp íbúðir á miðbæjarsvæðinu sem henta eldri borgurum sem vilja minnka við sig og flytja nær þjónustu og mannlífi
- Efla gæði þjónustu og stuðning við aldraða á heimilum þeirra. Eldri borgara þurfa að búa við það öryggi að geta treyst á þá þjónustu sem bærinn ætlar sér að veita.
- Efla tómstundastarf og aðstöðu til tómstundaiðkunnar sem höfðar til fjölbreytts og breiðs hóps eldri borgara
- Styðja áfram við og efla hreyfingu eldri borgara í gegnum Janusarverkefnið, hreyfingu á vegum félagsstarfs aldraðra og í samstarfi við Gróttu
- Efla samráð og styrkja hlutverk öldungaráðs og samstarf við félag eldri borgara á Seltjarnarnesi
Ábyrgur rekstur og fagleg stjórnun
Ábyrg stjórnun sveitarfélagsins snýst um að leggja félagslega og umhverfislega hugmyndafræði til grundvallar ákvarðanatöku til jafns við fjárhagsleg markmið en einungis þannig tryggjum gæði framtíðarbyggðar á Seltjarnarnesi. Lífsfyllingu, hamingju og jöfnuð!
Smelltu hér til að sjá ítarlegri stefnuskrá okkar um ábyrgan rekstur og faglega stjórnun.
Í hnotskurn:
- Ábyrga fjármálastjórnun byggða á sjálfbærum rekstri
- Grænar og virðisaukandi fjárfestingar
- Fimm ára áætlun um verkefni og forgangsröðun fjármagns
- Skrá hagsmunatengsl bæjarfulltrúa á vefsíðu bæjarins
- Nýja vefsíðu sveitarfélagsins og íbúagátt á íslensku og ensku
- Koma á laggirnar kerfi sem upplýsir íbúa um stöðu mála og ferli ákvarðana
- Birta gögn og skýrslur sem lögð eru fyrir nefndir og ráð og eru ekki háð trúnaði
- Víðtækt íbúasamráð í fjölbreyttu formi
- Endurvekja og efla íbúasamráðsverkefnið Nesið okkar
Virkni og velferð
Smelltu hér til að sjá ítarlegri stefnuskrá okkar um verkni og velferð á Seltjarnarnesi.
Félagsleg þjónusta: Samfylking og óháðir leggja áherslu á að velferðarþjónustan á Seltjarnarnesi miði að þörfum fólksins, en ekki kerfisins. Við viljum búa til eitt samfélag fyrir alla á Seltjarnarnesi.
Í hnotskurn:
- Byggja upp félagslegt húsnæði í nýjum öflugum miðbæ
- Bæta málsmeðferð með þjónustugátt og þverfaglegri nálgun mála
- Setja á fót þverfaglegt stuðningsnet fyrir einstaklinga í leik og starfi
- Samræmda þjónustu við börn og foreldra á einum stað
- Hefja undirbúning að byggingu á næsta íbúðarkjarna fyrir fatlað fólk
Menningarlífið: Samfylking og óháðir vilja að Seltjarnarnesbær bjóði einstaklingum og hópum tækifæri til að örva andann og sköpunarkraftinn, hvort sem það er í gegnum samskipti við aðra, eða þátttöku í menningu og listum.
Í hnotskurn:
- Koma á skýru verklagi við úthlutun fjármagns til listastarfssemi
- Treysta frekar hlutverk Bókasafns Seltjarnarness sem menningarmiðstöðvar og skilgreina nýtt hlutverk hennar sem samfélagsmiðstöðvar
- Efla fjölmenningarstarf með áherslu á tungumál og félagsleg tengsl
- Klára endurbætur á félagsheimilinu svo það nýtist félags- og menningarstarfi Seltirninga á öllum aldri.
Grænn og vænn bær
Smelltu hér til að sjá ítarlegri stefnuskrá okkar um grænan og vænan bæ.
Umhverfið í öndvegi: Samfylkingin og óháðir leggja áherslu á orkuskipti í samgöngum og minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Samþykkja þarf nýja skilmála friðunar Gróttu og nærumhverfis og hefja vinnu við frekari friðlýsingar.
Í hnotskurn:
- Samþykkja nýja skilmála á friðun Gróttu og nærumhverfis
- Hefja vinnu við að skoða frekari friðlýsingar á Vestursvæðunum
- Setja upp snyrtilegar grenndarstöðvar á Seltjarnarnesi og auka möguleika íbúa á flokkun við heimahús í samræmi við ný undirritað samkomulag sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um samræmda sorphirðu og flokkun
- Styðja við grænar samgöngur með því að
- Leggja hjólastíg við Nesveg
- Setja upp hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla
- Bæta gönguleiðir og öryggi gangandi vegfarenda
- Fá stofnleið strætó á Nesið
- Setja upp hjólaskýli við stofnanir bæjarins
- Auka umhverfisfræðslu á öllum skólastigum á Seltjarnarnesi
- Minnka vind og auka kolefnisbindingu með aukinni gróðursetningu trjáa á Seltjarnarnesi
Stýring ferðaþjónustu: Samfylkingin og óháðir leggja áherslu á sjálfbæra uppbyggingu ferðaþjónustu og vinna að áfangastaðaáætlunar fyrir bæinn.
Í hnotskurn:
- Smíða áfangastaðaáætlun fyrir uppbyggingu innviða á Seltjarnarnesi
- Sækja fjármagn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða
- Skipuleggja nýtingu á svæðið í kringum Gróttu með áherslu á varðveislu náttúru og menningararfleifðar
- Leggja göngustíga sem tengja saman þjónustu og einstök náttúrusvæði í Framnesi og Snoppu.
- Leggja hjólastíg meðfram ströndinni til að skilja að gangandi og hjólandi umferð
- Tryggja landvörslu yfir varptímann
- Takmarka drónaflug yfir varp á varptíma með lögreglusamþykkt