Gerum betur
Nú hafa Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 en fulltrúar Samfylkingar og óháðra greiddu atkvæði gegn tillögunni. Við höfum tekið virkan þátt í fjárhagsáætlunar vinnunni og lagt fram breytingartillögur sem allar voru felldar af fulltrúum Sjálfstæðismanna.Fjárhagsáætlun Sjálfstæðismanna gerir ráð fyrir 9,9% gjaldskrárhækkunum á allar gjaldskrár bæjarins en fjárhagsáætlun Samfylkingar og óháðra gerir ráð fyrir að hækka gjaldskrár ekki umfram verðbólguspá Sambands íslenskra sveitarfélaga sem er 6,3%. Með því verjum við heimilisbókhald barnafjölskyldna, aldraðra og öryrkja á sama tíma og við sýnum ábyrgð þegar kemur að baráttunni gegn verðbólgu á komandi kjaravetri. Fjárhagsáætlun Sjálfstæðismanna gerir ráð fyrir 14,31% óbreyttu…