Stanslaus hallarekstur Seltjarnarnesbæjar
Nú liggur fyrir ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2023 og er ljóst að bæjarsjóður skilar 867 milljón króna tapi en það er 115% aukning á halla bæjarins milli ára. Hallarekstur bæjarins nemur 20% af skatttekjum bæjarins og uppsafnað tap síðastliðinna ára nálgast þrjá milljarða. Tapið skýrist að hluta til af framkvæmdum á skólahúsnæði vegna myglu upp á 241 milljón króna og lífeyrisskuldbindingu en rekstraráhrif vegna hennar jukust um 160 milljónir milli ára. Eftir stendur rekstrarhalli upp á rúmlega 400 milljón krónur sem ef stæði einn og sér væri næst versta rekstrarniðurstaða Seltjarnarnesbæjar í sögunni. Langtímaskuldir jukust um 18% á árinu, eigið…