Óöruggur rekstur og félagsheimilið á bið
Þá hefur fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2025 verið samþykkt af meirihluta Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi. Fjárhagsáætlunin er endurtekið efni frá síðastliðnum árum þar sem útsvarsprósentan skiptir mestu máli en ekki ábyrgur rekstur eða þjónusta við bæjarbúa. Síðastliðin ár hefur verið sögulegur halli á bæjarsjóði Seltjarnarnesbæjar upp á 403 milljónir árið 2022, 867 milljónir árið 2023 og útkomuspá fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir 675 milljón króna halla. Gert er ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri bæjarins árið 2025 með afgangi á bæjarsjóði upp á 3,7 milljónir. Sporin hræða og ef skoðuð eru frávik síðastliðinna ára milli fjárhagsáætlunar og ársreiknings bæjarins er…